Draumurinn sem dó

 

Fyrir mjög löngu síðan, þegar að það voru ennþá milljónir hára í hausnum á mér og ég sá auðveldlega ofan á kollinn á fermingarbróðir mínum ,gat það hent ungan og öran mann að láta sig dreyma dagdrauma um framtíðina.Þetta voru dýrir draumar ,sem kostuðu ekki neitt og gerðu engum neitt til.

Og ef ég gætti þess vandlega að segja ekki afa mínum frá draumunum ,var ekki nokkur maður að gera athugasemdir við þessa drauma.Afi minn var nefnilega jarðbundinn og skynsamur maður ,sem fannst skynsamlegt að  trúa því statt og stöðugt  að himnarnir væru svona um það bil að hrynja í hausinn á manni  og óþarfi ,ef ekki beinlínis heimska, að gera sér miklar væntingar um að það kæmi  morgundagur.

En mér þótti mjög vænt um hann afa minn og hélt þessum draumum, þessvegna vandlega leyndum fyrir honum.

Þetta var sem sagt um það leyti sem  mig fór að líka að dreyma djarfa drauma .En bara í laumi.Drauma um að stelpan sem ég sá á tröppunum á Hótel Akureyri og varð seinna að frú Hjördísi,myndi einhver  tíma áreyta mig, kynferðislega.

Þetta voru svona  draumar um gæfu og gjörvileika í framtíðinni,peninga og völd og þarna var alveg ábyggilega líka draumurinn um að geta kannske einhvertíman spúlað í skiljara, þegar væri verið að dæla kolmunna.Og gera það almennilega.

Draumarnir hafa sumir ræst og aðrir ekki .Eins og gengur.

Ég hef aldrei eignast peninga og þaðan af síður öðlast völd.Kannske verður eina vegtyllan, sem presturinn sem jarðsyngur mig  getur notað í líkræðunni  ,fluguhnýtinganámskeiðið  sem ég fór á hjá Einari Long í gamla daga.

En sumir draumarnir rættust!

Frú Hjördís  byrjaði snemma að áreyta mig  svo ferlega kynferðislega að ég eignaðist 3 dætur sem eru allar betur gerðar en pabbi þeirra og miklu,miklu fallegri.Og afastrákarnir og eitt á leiðinni, hafa réttlætt allan bardagann.Margt hefur mér hlotnast í lífinu sem ég er þakklátur fyrir og stoltur af.

En.....

Það svíður og það brennur og það liggur á mér ,og það er sárt... einn draumurinn er dáinn og hann kemur aldrei aftur.Það veit ég nú.

Hjölli drap hann, þegar hann sagði mér bara mjög vingjarnlega,þar sem við stóðum saman upp á skiljara ,að ég myndi sennilega aldrei geta spúlað svo vel færi í skiljarann.

Þetta er víst spurning um gráður og halla og horn á spúlnum og einhver bölvuð eðlisfræði sem ég höndlaði ekki einu sinni í landsprófinu í den.

Ég átti bara aldrei séns!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver á sinn stíl í að spúla í skiljarann Jonni minn, og þinn stíll er ekkert verri en hans Hjölla, og fórst þér þetta vel úr hendi, þú veist að það er stundum ekkert að marka það sem hann segir. kv.Friðrik

Friðrik (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 00:12

2 identicon

Takk, Frikki minn!

Það er ómetanlegt að eiga góða að, sem peppa mann upp ,á erfiðum stundum.

Kv

Jonni

Jonni (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 00:44

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þarna sýnist mér þú hafa gripið um ranga slöngu í dagdraumastandinu Jonni minn, eða kom ekki eitthvað lítið úr henni?

Þórbergur Torfason, 27.10.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jonni á Uppsölum

Höfundur

Jóhann Jóhannsson
Jóhann Jóhannsson
Sjómaður og afi
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband