En það voru tvö tár...

Afsakið,ég þurfti aðeins að skjótast frá.


Nei, frómt frá sagt,beint og krókalaust þá hef ég ekki bloggað tímabundið vegna þess að mér hættir til að taka of mikið mark á því sem vinir mínir segja.
Ég hef sem sé ekki bloggað tímabundið ,vegna þess að hann Haffi ráðlagði mér alveg eindregið, að steinhætta því.
Hann sagði sem svo, að ég ætti fjölskyldu,konu og börn og barnabörn, svo þetta væri alls ekki mitt einkamál, þetta bölvaða bull.
"Svona getur þetta alls ekki gengið"sagði Haffi vinur minn og var svo brúnaþungur, að mér stóð alls ekki á sama og lofaði að hætta.
Nú verð ég að taka það fram ,að mér höfðu svo sem borist fjöldi annara áskorana ,um að steinhætta þessu.
Róbert, sem hefur alltaf reynst mér vel ,þótt hann telji mig ekki sérstaklega heppilegt andlit skipsins út á við ,hvatti mig drengilega til að láta staðar numið og þegar að hún frú Hjördís ,sem vill mér alltaf mjög vel ,hafði dæst nokkrum sinnum,horft niður í gólfið nokkrum sinnum og svo til himins og sagt"Elsku Jonni minn"......" nokkrum sinnum,þá var það kornið sem fyllti mælinn.Svo höfum við auðvitað ofurbloggarann Tobba!

Auðvitað steinhætti ég að blogga.

En nú verð ég bara að blogga.Ástæðan er einföld.
Ég eignaðist þriðja afabarnið fyrir stuttu.Það var lítil heilbrigð stelpa sem kom í heiminn þann 16. apríl síðastliðinn og ég hef ekki séð hana ennþá, þó hún sé að verða mánaðargömul.
Nema á netinu.
Hún heitir Lilja Dögun Lúðvíksdóttir og veit ekki enn að hún á afa sem er svolítið meyr undir öllum hrukkunum og er mjög stoltur afi , þótt hann hafi bara séð hana á netinu.
Hún veit ekki heldur, að afi hennar slæst við hákarla,risakolkrabba og hverskyns sæskrímsli á hverjum degi.Þetta mun ég einhvertíma segja henni, af því að ég get ekki gleymt
aðdáuninni í augum hinna afabarnanna þegar ég sagði þeim þetta.
En afi er líka meyr.Það gerir sennilega aldurinn.
Og nú fer ég á trúnó.
Og ef einhver nuddar mér uppúr því sem ég ætla að segja núna, er ég reiðubúinn til að verða vitlaus, hvar og hvenær sem er!
Því þegar að ég talaði við hana dóttur mína í síma um daginn og heyrði hana litlu Lilju Dögun ískra í fangi mömmu sinnar,fékk ég kökk í hálsinn og varð orða vant.
"Kraftaverk"....Saklaust lítið kraftaverk"....hugsaði ég.
Ég var reyndar svo snöggur að redda mér, að ég held að hún dóttir mín hafi alls ekki fattað það að gamli væri að tapa kúlinu.
"Hvaða bölvaður hávaði er þetta í krakkanum"?sagði ég.Og var svolítið rámur.
En það voru tvö tár...


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Til hamingju með fjölgun afkomenda Jonni minn. Ég fékk áttunda barnabarnið á svipuðum tíma og þú það þriðja.

Þórbergur Torfason, 20.5.2008 kl. 11:33

2 identicon

Gott að fá loksins blogg frá þér pabbi minn:) En já þú getur verið alveg einstaklega stoltur af þriðja barnabarninu! Einstaklega falleg og mikill hjartabræðari og eins og Hulda amma hefði sagt þá er sko ekki skömmin af henni:) Bíðum spennt eftir að fá afa í land!

Hulda Jonnadóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:07

3 identicon

ég verð nú að óska þér til hamingjum með barnabarnið aftur Jonni minn, og vertu ekkert að hlusta á þetta röfl í róbert og hvað þá haffa. gaman að fá loksins blog frá þér

Gunni Bóndi (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 21:26

4 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Enn og aftur til hamingju með Lilju Dögun ,og samála síðasta ræðumanni hlustaðu ekki á röflið í þessu liði það er gaman af blogginu þínu.  







Laugheiður Gunnarsdóttir, 23.5.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jonni á Uppsölum

Höfundur

Jóhann Jóhannsson
Jóhann Jóhannsson
Sjómaður og afi
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband