Að vera eða ekki vera....

 

Ég held að ég sé að breytast í kellingu!

Þetta er annað kvöldið í röð þar sem ég sit og horfi á tollinn minn frá Norge og langar samt ekki í. Fyrir bara örfáum árum,hefði maður verið búinn að opna bauk,strax eftir vaktina, hefði maður fengið „toll "svona óvænt.Og það að hafa svona „toll „mænandi á sig,kvöld eftir kvöld og gera ekkert í því er greinilegt veikleikamerki .Það er einhvernveginn hlaupinn í mann einhver andskotans kisugangur.Það er auðvitað bannað að hafa áfengi um hönd um borð ,en ef ég hefði verið nokkrum árum yngri hefði ég samt hjólað í málið. Og fengið mér bauk...Á frívaktinni.Og ef það hefði komist upp, hefði ég  bara sagt Sturlu að Heimir,kollegi og klefafélagi,hafi spanað mig.Og málið sennilega dautt ,vegna þess að Heimir er svo mikill ljúflingur að það er bara ekki hægt að vera reiður við hann .Sem sé  ......Fyrir bara örfáum árum.... hefði ég.  En ég  átti bara aldrei toll þegar ég var og hét.Svo þetta er nú bara eitthvað sem ég held .En núna þegar tækifærið hrekkur svona upp í hendurnar á mér...ja.

Ætli þessi ósköp endi ekki með því að maður pissi sitjandi!

 

P.S Í guðanna bænum farið þið nú ekki að kalla mig karlrembusvín eða pungrottu.

Maður tekur bara svona til orða!


Benni og hraðahindrunin...

 

Benni ,yfirvélstjórinn minn, er  samtímis svo duglegur og  svo bóngóður maður ,að biðji maður hann um viðvik, verður maður að reyna að stökkva samstundis frá ,helst aðeins áður en erindinu við hann er lokið.Annars er töluverð hætta á því ,að hann fari stystu leið yfir mann.Og af því að ég er orðinn margfaldur afi og þess utan töluvert á annað hundrað kíló,tekst mér sjaldnast að komast úr vegi hans, áður en hann leggur af stað.Það getur verið dálítið vandræðalegt fyrir gamalreyndan ,harðsvíraðan togarajaxl ,að upplifa þetta sérstaka „móment".

Þetta „móment" ,þegar það rennur upp fyrir mér ,að  ég muni ekki komast frá honum,  tímanlega.

Þess vegna er auðvitað beinlínis skynsamlegt að hringja frekar í hann,ef mann vantar eitthvað.

En hann er nú bara ekki alltaf við símann svo að það er ekki alltaf hægt að hringja. Nú má engin halda að ég  sé eitthvað að reyna að gleðja Benna, með þessu bloggi.

Mig vantar bara smá hjálp og leiðbeiningar við hraðastýringardjöful , á morgun og datt í hug hvort þetta gæti verið leiðin.Lauma þessu svona í bloggið.Kannske fréttir hann af þessu, ef ég er heppinn. En ég verð þá líka hvergi nálægur, þegar hann leggur af stað.

Bara svo hann fari ekki svona snöggt yfir mig, einu sinni enn!


Svona er bransinn!

 

Ja ,nú er orðið langt síðan ég bloggaði.Það er orðið svo langt síðan, að ég hef verið vændur um vera annaðhvort ,alltaf fullur eða  þunnur , eða þá  að frú Hjördís hafi orðið  mjög fúl út af síðasta bloggi. Að ég hafi ekki þorað meir í bili.Þetta er hvorutveggja auðvitað bara kjaftæði.

Að vísu fékk ég virkilega skeleggan og beittan ritdóm, frá frú Hjördísi,eftir síðasta blogg ,en það er nú bara það sem við bloggararnir,eða ætti ég að segja , rithöfundarnir, verðum að þola.Maður verður bara að koma sér upp skráp fyrir gagnrýni, ef maður ætlar að vera í þessum bransa.

En þó ég óttist orðið fátt, undir sólinni og hafi marga fjöruna sopið í lífinu,verð ég að viðurkenna að um daginn henti mig atvik ,sem skaut mér svolítinn skelk í bringu.Það er ástæðan fyrir því að ég hef haft frekar hægt um mig á blogginu ,um hríð.

Þegar ég  var að jafna mig eftir þynnk... nei,flensuna, þarna um daginn, var ókunnugt símanúmer á símnúmerabirtinum hjá mér,þegar ég vaknaði og þegar ég hringdi svona fyrir forvitni til baka ,var mér svarað:

"Seðlabankinn,góðan dag"!

Ok,ok,ég viðurkenni það .Ég skellti á.

Hafi mér orðið bilt við í lífinu, var það þarna.En ég má samt eiga það ,að djöfull var ég fljótur að kveikja á perunni:

Davíð er að reyna að ná í mig!

Þið vitið út af hverju.

Þessvegna hef ég orðið að fara svolítið huldu höfði um tíma ,alveg eins og sumir kollegar mínir í bransanum.Salman Rushdie eða sænski teiknarinn ,sem  teiknaði  höfuð spámannsins á hundsskrokk ,um daginn.En svona er bara bransinn!


Alltaf missir hún sig....

Ok,ok ég viðurkenni,ég er að klúðra þessu!Ég hef ekki bloggað í tvo daga en það er nú bara af því að ég hef verið svo önnum kafinn.Ég er einfaldlega rosalega“ busy“ náungi, þessa dagana.Í fyrrakvöld spanaði frú Hjördís mig á fyllerí,og í gær var ég þunnur,það er nú ekki flóknara!Og þá er maður ekkert að blogga, er það?

Didda mín ,sem ég elska reyndar mjög mikið,hefur leikið þennan ljóta leik svo lengi sem ég man eftir,alltaf að spana mann í einhvern djöfulinn, og alltaf skal maður detta út í,og missa sig eitthvað ,bara út af bölvuðu rellinu í henni.

Hún veit það ekki ,af því að ég hef frekar hlíft henni fyrir því en hitt,að allt mitt „stabilited“er einfaldlega í rúst ,bara út af þessum veikleika í henni.Alltaf að spana mann eitthvað!

Hún vissi til dæmis mjög vel að þetta blogg skipti mig mjög miklu máli, en hún varð nú  samt að spana mig á svo mikið fyllerí  í fyrrakvöld ,að hún vissi það vel að  kannske að ég gæti ekki bara alls  ekki skrifað!

“Komm on Didda“

„Aðeins að spá í það hvað þú ert að gera,stelpa“!


Róbert og misskilningurinn....

Róbert skipstjóri hefur sagt að honum finnist nafnið mitt ljótt.

Hann þrætir fyrir það og segist aldrei nokkurn tíma hafa sagt þetta en ég man bara svo greinilega eftir þessu.Það þýðir ekkert fyrir hann að þræta

Ég man nefnilega allan andskotann, þótt hann segi annað.

Ég hélt meira að segja um tíma að hann myndi missa sig og kannske segja að ég væri sjálfur ljótur,

en ekki nafnið mitt.

En hann gerði það nú ekki,kom bara með leiðinda grín um að ég væri nú svo sem ekkert sérstakt augnayndi og hann vildi ekki hafa að ég væri að þvælast fram á bakka, þegar strákarnir væru að binda.

En það sem Róbert veit ekki, er að stundum þegar frú Hjördís er að slá garðinn heima hjá okkur, hef ég tekið eftir að nágrannakonurnar fara að horfa svolítið mikið yfir í garðinn hjá mér, þar sem ég dorma á sólbekknum.Ekkert nakinn ,en svona í makindum...

Þegar hún er svo kannske að þvo og bóna bílinn hefur þetta ágerst jafnt og þétt

eftir því sem á daginn hefur liðið.Alltaf verið að horfa meir og meir á mann í sólbaðinu.

Þegar þær halda að hún frú Hjördís sjái ekki til. Og um daginn þegar hún var að mála þakið heima

og ég lá í sólstólnum með bjór og hvatti hana drengilega, vegna þess að ég óttaðist að það

myndi rigna fyrir kvöldið ,þá gekk nú fyrst fram af manni.

Ég heyrði ekki betur, þótt ég greindi ekki orðaskil ,en kellingarnar sem voru að horfa, væru komar í hár saman út af manni.

Og þegar ég veifaði  þeim, þá brá þeim svolítið og fóru að steyta hnefann og senda “fuck you “merki.

Svona í gríni og fáti, þegar þær föttuðu að þær höfðu nú eitthvað verið að gleyma sér í dagdraumunum.

Svo þykir maður ekki nothæft andlit skipsins út á við!


Beittir pennar.....

Ég lá andvaka í nótt.Velti mér í kojunni og hugsaði og hugsaði.

Um bloggið mitt.Ég hugsaði svo mikið að jafnvel öflugasta stjórnmálamanni hefði þótt nóg um.

Ég hugsaði um hvað ég ætla að verða beittur penni og hvernig ég mun verða partur af þriðja valdinu.Það verður aðhald af því sem ég læt út úr mér og allar sveitarstjórnir,ríkisbatteríið og alþingi mun sennilega skjálfa fyrir hnefa mínum.Og ég ætla að drulla smá ,yfir Davíð Oddson.

Því þegar ég geri það,þá hættir maður einhvernvegin að vera mús og verður að manni sem þorir.Fyrirgefðu í framtíðinnni Davíð,en ég má bara til.Hver er sjálfum sér næstur og þetta er ekkert persónulegt.Mig langar bara til að þess að vera marktækur,beittur penni.Svo Davíð:

Næst þegar þú gúglar nafnið þitt og sérð skítkastið frá Jonna á Uppsölum í þinn garð,þá máttu ekki verða reiður.Kannske á ég líka eftir að tala illa um Ingibjörgu Sólrúnu eðaBaugsslektið,ha?Eða Evruna,ha?Það munu allir fá það óþvegið alveg jafnt.É vona bara að ég sofi í nótt.


Líka ég,líka ég.....HAllÓ!...

Nú er ég stoltur.

Nú er ég reglulega hreykinn af sjálfum mér.Það átti þá fyrir mér að liggja að skrifa blogg.

Hjúkkat...Orðinn 48 og dóttursonur minn segir að ég sé hrukkóttur og deyji sennilega fljótlega.Hann segir líka að ég sé sennilega of gamall til að leika mér mjög mikið í tölvum.

En hann er nú ungur og vitlaus og þótt sumir segji að að hann sé bráðskarpur ,þá er stundum ekkert að marka það sem krakkinn lætur útúr sér.Hann hefur þetta úr ömmunni,þessa besservisku.

Kannske verður þetta fyrsta blogg, líka það síðasta ,en ég hefi þó tekið þátt.Og rekið þetta öfugt ofan í krakkann.Á dauða mínum átti ég líka fremur von en þeirri staðreynd að ég geti bloggað frá Jan Majen eða bara þaðan sem skipið mitt er statt hverju sinni.Og orðinn 48.En nú verð ég bara að fara og skipta um sokka.Og ég sé það á svipnum á Haffa að honum finnst líka að ég eigi að skipta um sokka.


« Fyrri síða

Um bloggið

Jonni á Uppsölum

Höfundur

Jóhann Jóhannsson
Jóhann Jóhannsson
Sjómaður og afi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband