11.9.2007 | 07:03
Róbert og misskilningurinn....
Róbert skipstjóri hefur sagt að honum finnist nafnið mitt ljótt.
Hann þrætir fyrir það og segist aldrei nokkurn tíma hafa sagt þetta en ég man bara svo greinilega eftir þessu.Það þýðir ekkert fyrir hann að þræta
Ég man nefnilega allan andskotann, þótt hann segi annað.
Ég hélt meira að segja um tíma að hann myndi missa sig og kannske segja að ég væri sjálfur ljótur,
en ekki nafnið mitt.
En hann gerði það nú ekki,kom bara með leiðinda grín um að ég væri nú svo sem ekkert sérstakt augnayndi og hann vildi ekki hafa að ég væri að þvælast fram á bakka, þegar strákarnir væru að binda.
En það sem Róbert veit ekki, er að stundum þegar frú Hjördís er að slá garðinn heima hjá okkur, hef ég tekið eftir að nágrannakonurnar fara að horfa svolítið mikið yfir í garðinn hjá mér, þar sem ég dorma á sólbekknum.Ekkert nakinn ,en svona í makindum...
Þegar hún er svo kannske að þvo og bóna bílinn hefur þetta ágerst jafnt og þétt
eftir því sem á daginn hefur liðið.Alltaf verið að horfa meir og meir á mann í sólbaðinu.
Þegar þær halda að hún frú Hjördís sjái ekki til. Og um daginn þegar hún var að mála þakið heima
og ég lá í sólstólnum með bjór og hvatti hana drengilega, vegna þess að ég óttaðist að það
myndi rigna fyrir kvöldið ,þá gekk nú fyrst fram af manni.
Ég heyrði ekki betur, þótt ég greindi ekki orðaskil ,en kellingarnar sem voru að horfa, væru komar í hár saman út af manni.
Og þegar ég veifaði þeim, þá brá þeim svolítið og fóru að steyta hnefann og senda fuck you merki.
Svona í gríni og fáti, þegar þær föttuðu að þær höfðu nú eitthvað verið að gleyma sér í dagdraumunum.
Svo þykir maður ekki nothæft andlit skipsins út á við!
Um bloggið
Jonni á Uppsölum
Tenglar
Áhugaverðar síður
Tobbi Villa, með snilldar síðu um lífið um borð.
- Tobbi Villa Lífið um borð í Guðmundi VE.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fólk kannski gerir sér ekki grein fyrir því að það tekur mikla vinnu og margvíslega hæfileika að koma sér undan heimilisstörfum, eins og t.d;
*Að slá garðinn
*Að þvo og bóna bílinn
*Að mála þakið
Það er líka eins gott að Róbert gæti sín, því orðið á götunni er víst að ég hafi útlitið frá þér.
alfa (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 16:39
Velkominn í bloggheiminn gamli!:)
Já það er eins gott fyrir hann að gæta sín því ég heyrði það einmitt á uppsölum um daginn frá gömlum sveitungi að ég væri nákvæmlega eins og þú og ég veit ekki betur en þú eigir bráðfallegar dætur;)
Ég bíð spennt eftir næsta bloggi!! kveðja frá öllum í smárahlíðinni
Hulda (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.