Rosalega hjólar þú hægt, afi!

Ég á tvo dóttursyni sem eru svo frískir og svo virkir, að ég er mjög stoltur af þeim.Þetta hafa þeir frá afa,hugsa ég stundum. Þeir  eru meira að segja svo frískir ,að stundum hef ég haldið því fram að þeir ,svona undir niðri og ómeðvitað, vilji drepa afa sinn.Í sumar þegar ég var aleinn að passa þá,af því að frú Hjördís nennti því ekki og fór bara í vinnuna í staðinn,setti ég þá ,upp á hjólin þeirra og spennti á þá hjálmana.Og af því að ég vil stundum vera skemmtilegur afi, sagði ég:

"Í dag höfum við gaman,saman kallarnir"!

Og af því því að ég er stundum mjög  ábyrgur afi ,setti ég  eina reglu,einfalda og skýra:

"Ekki hjóla niður á bryggju og ekki hjóla upp á veg"!

Þeir jánkuðu því og hjóluðu svo af stað,annar niður á bryggju og hinn upp á veg.Og af því að frú Hjördís hafði ekki nennt að passa þá fyrir dóttur sína og hafði farið í vinnuna sína í staðinn, var ég bíllaus.

Nú getur hver séð sjálfan sig í því ,að það að vera bíllaus um leið og maður viktar á annað hundrað kíló, er ekki nokkrum manni hollt ,við þessar aðstæður.Það getur verið mjög slæmt fyrir hjartað .Bara af því að, ef maður er á annað borð mjög ábyrgur afi ,þá grípur maður gamla hjólið, í svona tilfellum og hjólar af stað ,á ofsahraða.Fyrst ofan á bryggju og svo upp á veg.Á sama ofsahraðanum allan tímann.

Og þegar maður leggur sig í svona hættu og leggur svona hreinlega allt undir, svoleiðis að lífshlaupið þýtur allt fyrir hugskotssjónum á sekúndubrotum ,vegna ofsaaksturs á reiðhjóli, vill enginn maður heyra frá afkomendum sínum það sem ég mátti þola. Því þegar ég náði þeim seinni og var að reyna að jafna mig nógu mikið ,til að verða vitlaus, sagði strákskr..... bara:

Rosalega hjólar þú hægt, afi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha þetta er alveg gaurunum mínum líkt, enda óviðráðanlegir eins og ég sagði,,varð greinilega enn eitt misheppnað djókið en ég skal passa mig framvegis og senda þér mail Vonandi hefuru það gott pápi minn!!

Hulda (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 20:50

2 identicon

(Hahaha!)

Gamlir, puttalausir kallar á hjóli. 

...þess vegna horfa nágrannarnir svona á okkur. Hlaut að vera.

Takk. 

alfa (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 20:49

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jæja karlinn. Er nú svona komið fyrir þér kominn á seinna hundraðið í þvermál. En hvar elurðu manninn? Ég frétti af þér á Aðalsteini Jónssyni einhverntíman en það virðist liðin tíð. Væri ekki reynandi að hafa einhverskonar reuninon (á ekki að skrifa þetta svona?) með gömlu áhöfninni.

Þórbergur Torfason, 18.10.2007 kl. 02:04

4 Smámynd: Jóhann Jóhannsson

Já,Sobeggi minn, það átti fyrir manni að liggja að ná öðru hundraðinu.Að éta er það, sem þeir geta:)Ég er á Guðmundi VE og auðvitað væri bara snilldin ein að drífa upp re-union(ég hef bara ekki hugmynd hvernig á að skrifa þetta)Það þarf bara framtaksaman mann til að hjóla í að skipuleggja endurfundina.Ég sting upp á þér:)!

Jóhann Jóhannsson, 18.10.2007 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jonni á Uppsölum

Höfundur

Jóhann Jóhannsson
Jóhann Jóhannsson
Sjómaður og afi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband