18.10.2007 | 08:24
Sturla,mega þeir þetta?
Haffi og Þröstur eru hrekkjusvín.
Svo mikið hef ég lært.Þeir eru alltaf einhvern djöfulinn að stríða manni og það eru alltaf einhver andskotans hrekkjabrögð í gangi, hjá þeim báðum.
Og það er ekki betri sú músin sem læðist, því ég hef tekið efir því að það trúir enginn þessu upp á þá.
Alltaf sama sagan,engilásjónan sett upp og þarna bölvað ,selkóps-lúkkið með stóru augun galopin af undrun, ef eitthvað er borið upp á þá.Og alltaf komast þeir upp með þetta.Bara út á lúkkið.Ég ætlaði ekkert að fara að tjá mig um þetta, en ég hef bara séð Haffa, æfa þessi lúkk framan við spegil.Þegar hann vissi ekki af mér.Og mér bara blöskraði ,þegar svipbrigðin voru orðin þarna lúkkið ,sem þú setur upp þegar þú nærð í barnabörnin á leikskólann og reynir að blekkja sætu fóstruna svo hún haldi að þarna sé besti afi í heimi.Trausti svipurinn um ,leið og þú ert vingjarnlega týpan, sem má ekki vamm sitt vita í neinu.
En svo kom nú kornið sem fyllti mælinn. Kom ekki svipurinn hjá Haffa sem ég hélt í einlægni að ég ætti einkarétt á.Svipurinn sem ég nota þegar að frú Hjördís heldur því fram að ég hafi verið að gera einhvern djöfulinn af mér.Þetta er svona einhvern veginn ,ótrúlega einlægur svipur.Stór augu eins og í selkópslúkkinu, en meira út í dádýrstaktana. Stór augu með lyftum brúnum og sársaukabliki og gott að opna munninnn svolítið og kippast örlítið til. Í sorg og depurð yfir því fáránlega sem er verið að bera upp á mann.
Ég hefði aldrei nokkur tíma klagað þá, ef þeir hefðu bara látið minn svip í friði.
Haffi og Þröstur,þetta "lúkk" á ég
Um bloggið
Jonni á Uppsölum
Tenglar
Áhugaverðar síður
Tobbi Villa, með snilldar síðu um lífið um borð.
- Tobbi Villa Lífið um borð í Guðmundi VE.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja Jói litli svo þú ert kominn á VE. Það er og. Það er náttúrlega sjálfgefið að einhver heimamaður gangi í málið og kveiki upp undir the Seadevils nema hvað. En ég er með þó langt sé í burtu.
Bið að heilsa kallinum.
Þórbergur Torfason, 18.10.2007 kl. 21:36
Pabbi gamli farinn að blogga!!!! Eitthað sem ég hefði aldrei talið mögulegt, hélt að það væri alltof tæknilegt fyrir svona gamlan kall! Annars ekkert illa meint auðvitað, og ég er voða stolt af þér!;) Gaman að geta lesið þetta þar sem við sjáumst sjaldan..
Elska þig elsku pabbi!:*
Kv. Svartkollan þín
Amanda (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 00:56
Hva,tæknilegt?Fuss!
Elska þig ,anginn minn!
Pabbi
Jonni (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 03:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.