8.12.2007 | 01:03
Bleikt eða blátt!
Ég er búinn að vera önnum kafinn maður síðustu daga.
Frómt frá sagt ,þá tjáði frú Hjördís mér það fyrir fjórum dögum síðan að ,að fyrst ég skyldi ég nú af öllu ,hengja upp jólaseríurnar,sem eru mjög margar ,að mínu mati , eða hafa ellegar verra af!
Og þegar ég spurði hana hvað hún meinti,þá brosti hún ískalt og sagði:
Jólaseríurnar upp, eða ekkert......."
Nú finnst mér endilega, ég ekki þurfa að útskýra neitt meir ,fyrir fullorðnum og sæmilega vel gefnum mönnum ,hvað hún frú Hjördís átti við, enda geri ég það alls ekki, nema hvað ég auðvitað valdi, að gera það sem hún frú Hjördís bað mig að gera.
Þetta er auðvitað allt spurning um að velja meiri hagsmuni, fyrir minni....þannig er nú bara lífið í hnotskurn.Og ég valdi að sjálfsögðu að setja upp ,helvítis seríurnar ,þó að það tæki nokkra daga ,til þess að þá fá kannske eitthvað miklu ,miklu, skemmtilegra í staðinn.
Það breytir samt ekki því,að það verður erfiðara og erfiðara með hverjum deginum að skilja alla femínistana sem vilja jafnrétti út í eitt,hvað sem það kostar.
Og nú spyr ég , einfaldur sjóari, sem elskar konuna sína mjög mikið:
Halló!
Kolbrún Halldórs, myndirðu ekki fíla mig miklu betur , ef ég segði frú Hjördísi að hundskast til að hengja upp sínar jólaseríur sjálf?
Hey ,ég veit það nú einu sinni ,að það var einu sinni kvenmannsverk að hengja upp jólaseríur!
En ,Kolbrún ,please, láttu mig heyra um það sem særir femínistann í þér!
Kv
Jonni!
Um bloggið
Jonni á Uppsölum
Tenglar
Áhugaverðar síður
Tobbi Villa, með snilldar síðu um lífið um borð.
- Tobbi Villa Lífið um borð í Guðmundi VE.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oh you crumpy old sailor. Hvernig læturðu fara með þig? Slæmt að Kolbrúnn femínistaarmurinn skuli ná orðið alla leið í Eyjafjörðinn. Komdu þér úr bleiku upplituðu brókinni titturinn þinn. Hvert eiga alvöru framsóknarmenn nú að hörfa. Ekki einu sinni hægt að fá sér jólabauk í næði. "Ábending". Það má geyma baukinn í þakrennunni meðan jólaserían er sett upp.
Þórbergur Torfason, 8.12.2007 kl. 01:32
Annars alltaf gaman að lesa eftir þig helvítis karlremban þín.
Þórbergur Torfason, 8.12.2007 kl. 01:35
Ég elska þig líka,Beggi minn!
Jonni (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 12:20
Sæll Jonni,þetta er spurning um að semja um hlutina.Ég set upp úti skraut og hún inni skraut.Það er auðvelt fyrir mig að segja þetta er búin að koma heim til mín í 36 klukkutíma síðustu tvo mánuði og það minnsta sem ég gat gert var að hengja upp úti skrautið, ég þekki konuna mína það vel að ég veit að það verður ekki mikið að gera þegar ég kem heim. Ég þekki það eins og aðrir sjómenn að koma heim korter fyrir jól og þurfa þá að þamba í sig jólaanda sem landkrabbarnir eru búnir að vera að sötra í sig í heilan mánuð og það getur tekið á með öllu stressinu.Jæja kallinn minn við sjáumst eftir helgi í eyjum hafðu það gott.
Ágúst Þór (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 14:47
aumingja jonni ég sé Diddu i anda skipandi þér upp á þak með seríurnar í eftirdragi og baukinn í vasanum, þetta gerir nú hann Bolli minn alveg möglunarlaust,enda vill hann hafa þetta dinguludangl utan á húsinu,en ég fæ að mestu að ráða inni kær kveðja heiða.karlinn biður að heilsa
Laugheiður Gunnarsdóttir, 14.12.2007 kl. 14:57
Loksins, loksins..Blessaður Jonni og velkominn í bloggheima, því þar áttu svo sannarlega heima, var bara að finna þig núna, hlakka til að fylgjast með þér. Það er orðið langt síðan að það var orðið meira en erfitt að skylja blessaðar femínurnar, og ég var að hugsa um að vera ekkert að standa í því mikið lengur, því mér finnst þessi barátta ekkert snúast um jafnrétti lengur...bestu kveðjur.
Bubbi J. (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 23:45
svona er því miður komið fyrir á öðrum heimilum líka jonni minn, hef ég verið barinn áfram frá því að ég kom heim, ýmist í þrifum eða í að skreyta. og kjáinn ég hélt að ég væri kominn í jólafrí
gleðileg jól jonni minn, við sjáumst feskir á nýju ári (þá loksins komir í smá frí ;) )
Gunni bóndi (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 13:28
Frú Didda og frú Hjördís eru nú sitthvað ,brói minn!Ert þú nokkuð samt til í að segja frú Hjördísi(sem er bara reyndar ein og sama konan og hún Didda mín)að gamli sé doldið flottur?Ég er stundum ekki alveg viss ,um að hún sjái skóginn fyrir trjám!
Jóhann Jóhannsson, 21.12.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.