21.12.2007 | 22:48
Bræður og systur!
Litlu stelpurnar mínar ,sem ég er mjög stoltur af ,eins og öllum mínum afkomendum reyndar, hafa svo oft sagt beint við mig og ennfremur í ræðu og riti ,að meint leti pabba síns,sé öllum löstum verri og þar af ,sé sennilega bloggletin verst.
Ef ég fer á annað borð á trúnaðarskeiðið eins og mér hættir stundum til,þegar ég er sérstaklega meyr, get ég vel viðurkennt að dætur mínar, hafa sennilega rétt fyrir sér , þó ég reyni stundum af veikum mætti að þræta við þær, enda þótt ef ég kryfja málin mjög djúpt, þá er allt mitt nánasta fólk, reyndar töluvert miklu betur gefið en ég ,og svo miklu líklegra en ég til að standa við skuldbindingar ,sem er út af fyrir sig sárt ,þó það sé satt!
Þess vegna langar mig núna að opinbera fyrir öllum ,vinum mínum og ættingjum og fjölskyldu,þessa bölvuðu tilfinningasemi sem er þó sett fram af væntumþykju og virðingu!
Samandregið:
Öllum bróunum mínum,systunum, mínum,ættingjum og vinum ,sem og skipsfélögunum öllum ,sem hafa gert lífið mitt þess virði að lifa því ,óska ég endalausrar gleði og hamingju í lífinu öllu!
Megi allar góðar vættir fylgja ykkur öllum,vinir mínir :
Og:
Gleðileg jól til ykkar allra!Og gleðilegt nýtt ár!
Jonni
Um bloggið
Jonni á Uppsölum
Tenglar
Áhugaverðar síður
Tobbi Villa, með snilldar síðu um lífið um borð.
- Tobbi Villa Lífið um borð í Guðmundi VE.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðileg jól Jonni minn.
Tobbi Villa (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 13:11
Gleðileg jól jonni minn leti er afstætt hugtak það er enginn latur bara mis duglegur ,eigiði ánægjuleg áramót sjáumst síðar Heiða
Laugheiður Gunnarsdóttir, 28.12.2007 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.