15.1.2008 | 17:12
Þorgrímur Þráinsson og ég
Jæja.
Þá eru jólin að baki og blákaldur veruleikinn tekinn við.Og ég er býsna feginn.Ég er feginn af því að ég veit ekki hvernig þetta hefði endað ef jólin hefðu orðið öllu lengri.Ég veit ekki hvort strákarnir hefðu tekið í mál að hífa mig um borð í fiskikari, eins og allt stefndi í að þyrfti að gera.Það að hífa menn svona um borð í fiskikari, er reyndar þekkt úr Íslandssögunni ,þó það sé auðvitað ekki til eftir breytni.
Ég er líka fegin að jólin eru að baki ,af því að þá hafði ég engan tíma til að blogga, því ég var svo önnum kafin við að borða.
En nú er ég sem sagt farinn að strjúka véladótinu mínu aftur.Ég er nefnilega svokallaður Baadermaður".Það þýðir ekkert fyrir mig að neita því.Það er ekki hægt að leyna sumum hlutum ,þótt maður kysi helst að þeir færu ekki mjög hátt. Sem sagt,ég er maður fárra fingra ,eins og Gunni Ella orðar það.
Á gamla skipinu mínu sem ég var á í 17 ár, voru alltaf ríflega tuttugu Baader" sérfræðingar og svo tveir hálfvitar, sem sáu um að reyna að keyra draslið.Þessir tveir hálfvitar voru kallaðir Baadermenn" svo kjánalegt sem það nú er. Ég hef aldrei komist almennilega að því hvað þetta starfsheiti þýðir, en hef giskað á að það þýddi annað hvort sérhlífinn bjáni eða illa gefinn letihaugur .En þetta þarf alls ekki að vera rétt hjá mér .Ég er nefnilega hroðalega slakur í þýskunni.Þetta er nú meira svona tilfinning.
En ég held samt að ég hafi heyrt eða lesið einhverstaðar að Baadermenn séu líka fólk og þess vegna er ég bara sperrtur.Og ætla að trúa því alveg statt og stöðugt.Hvað sem tautar og raular.Enda erum við svo ótrúlega heppnir, að þetta baknag í Baadermennina", þekkist bara alls ekki, á nýja skipinu mínu.
Ég held meira að segja kannske ,að þetta um að við værum líka fólk, hafi verið í nýju sjálfshjálparbókinni hans Þorgríms Þráinssonar."Hvernig þú gerir konuna þína hamingjusama".
Það renna nefnilega upp úr honum trikkin,um allt milli himins og jarðar ,alveg fyrirhafnarlaust.
Nefndu það og Þorgrímur veit það....Og ég er honum gríðarlega þakklátur.
Drottinn minn dýri,hvað frú Hjördís á eftir að verða happy í framtíðinni!
Um bloggið
Jonni á Uppsölum
Tenglar
Áhugaverðar síður
Tobbi Villa, með snilldar síðu um lífið um borð.
- Tobbi Villa Lífið um borð í Guðmundi VE.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta með fiskikarið er vel þekkt, á sunnanverðu landinu. En sá sem þurfti að nýta sér þann samgöngumáta til að komast í vinnuna er sem betur fer búinn að snúa við blaðinu og reyndar hættur á sjónum held ég.
Gísli Sigurðsson, 15.1.2008 kl. 17:31
Baddermaður eða Batmann hver er munurinn
Laugheiður Gunnarsdóttir, 16.1.2008 kl. 16:21
mig langaði bara að seigja nokkur orð erekki bader menn menn sem geta ekki unnið um borð svonanmenn hafaverið lengi á sjó ogog ekki hægt að loswna við og nenna helst ekert að vinna<´´´´´´´´´´´´´´´´´´ég held að eina sem getur bjargað þeim erþorgrímur þráinnsson á mínu heimili er alt eins og á himnarikii þaðeru borðuð exotískir ávextir í öllmál nema morgunmat þá borðumvið sítronur enda er mannað að brosa framm til 11.00
vifillvalgeirsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 02:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.