„Til hamingju með daginn ,brói minn,mér þykir vænt um þig"!

 

Það er 26. nóvember í dag.Og nú má ég til. Ég má til að segja örfá orð á blogginu mínu ,af því að mig langar að tala pínulítið hlýlega til tveggja vina minna.Þetta er sem sagt nokkuð óvenjulegur dagur  bara  af því að það er ekkert á hverjum degi, sem jafnbreyskum manni  og mér, langar svona mikið til gleðja bróa minn,hvað þá tvo í einu! Og þessi dagur er svona  merkilegur af því að tveir menn sem vill til, að mér er svona hlýtt til, eiga báðir stórafmæli á sama deginum.

Ingi litli ,bróðir minn er fertugur og Sturla brói  er fimmtugur .Þessir tveir menn eiga það sameiginlegt, fyrir utan það að eiga sama afmælisdag ,að í fyrsta lagi talar hvorugur, nokkur tíma  frá sér vitið og í öðru lagi þykir mér mjög vænt um þá báða.Og t.d  að sjá fyrir sér að litla drenggerpið hann Ingi  bróðir minn, sem  er fertugur í dag ,verði  sennilega  bráðum hrukkóttur , alveg eins og ég og vonandi  kannske einhverntíman , þunnhærður alveg eins og ég ,er einkennileg tilfinning.

Það er líka svona  söknuður í fortíðarhyggjunni ,sem kviknar á þessum tímamótum .Að upplifa  að hann  litli bróðir minn sé orðinn svo þroskaður ,að ég fái sennilega aldrei að berja hann aftur, né heldur geti ég, nokkur tíma aftur, látið hann vinna fyrir mig leiðinlegustu verkin ,alveg eins og ég gerði í sveitinni í  gamla daga.

En  þó að þessir tveir menn eigi ýmislegt sameiginlegt ,er það einmitt þetta sem skilur á milli þeirra.

Sturla bro,er maður sem ég mundi aldrei reyna að láta vinna fyrir mig leiðilegustu verkin,bæði af því að hann er sennilega  bæði sterkari en ég og þess utan ræður hann öllu á skipinu og er ,þótt ég sé  miklu feitari en hann,  sennilega hugsanlega frekari .

Ég hef heldur aldrei barið Sturlu, enda aldrei  langað neitt til þess , svo að það er einhvernvegin öðruvísi með hann en litla bro,sem var eiginlega bara skylda  að berja fyrir ca.30 árum.Enda langar mig líka núna að segja við litla bro:

„Ingi minn, ég var bara svo ungur og jafnvel enn vitlausari þá!"

Og við báða kallana mína ,Sturlu og Inga ,segi ég:

„Til hamingju  með daginn ,brói minn,mér þykir vænt um þig"!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður Jonni minn, og afsakaðu hvað þetta kemur seint, en ég er ekki orðinn nógu mikill netverji ennþá. Þakka þér kærlega fyrir góðar óskir á þessum tímamótum og einnig til hamingju með hann litla bróðir þinn (ég mundi í þínum sporum ekki reyna að berja hann í dag:=)

Já nú er maður s.s. kominn í hóp eldri (sumir segja "heldri" ) borgara. þegar þetta er ritað liggjum við á krók hér á Rauða-Sandi í NA spænuroki, náðum að fylla á fyrir bræluna, og endist það vonandi fram á laugardag, en þá er von til þess að veðrið gangi niður og hægt verði að kíkja eftir síld á Grundó.

Kær kveðja Sturla...... væntumþykjan er gagnkvæm

Sturla (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 00:51

2 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

til hamingju með litla bróður e eehhaa

Laugheiður Gunnarsdóttir, 2.12.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jonni á Uppsölum

Höfundur

Jóhann Jóhannsson
Jóhann Jóhannsson
Sjómaður og afi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband