Svona er bransinn!

 

Ja ,nú er orðið langt síðan ég bloggaði.Það er orðið svo langt síðan, að ég hef verið vændur um vera annaðhvort ,alltaf fullur eða  þunnur , eða þá  að frú Hjördís hafi orðið  mjög fúl út af síðasta bloggi. Að ég hafi ekki þorað meir í bili.Þetta er hvorutveggja auðvitað bara kjaftæði.

Að vísu fékk ég virkilega skeleggan og beittan ritdóm, frá frú Hjördísi,eftir síðasta blogg ,en það er nú bara það sem við bloggararnir,eða ætti ég að segja , rithöfundarnir, verðum að þola.Maður verður bara að koma sér upp skráp fyrir gagnrýni, ef maður ætlar að vera í þessum bransa.

En þó ég óttist orðið fátt, undir sólinni og hafi marga fjöruna sopið í lífinu,verð ég að viðurkenna að um daginn henti mig atvik ,sem skaut mér svolítinn skelk í bringu.Það er ástæðan fyrir því að ég hef haft frekar hægt um mig á blogginu ,um hríð.

Þegar ég  var að jafna mig eftir þynnk... nei,flensuna, þarna um daginn, var ókunnugt símanúmer á símnúmerabirtinum hjá mér,þegar ég vaknaði og þegar ég hringdi svona fyrir forvitni til baka ,var mér svarað:

"Seðlabankinn,góðan dag"!

Ok,ok,ég viðurkenni það .Ég skellti á.

Hafi mér orðið bilt við í lífinu, var það þarna.En ég má samt eiga það ,að djöfull var ég fljótur að kveikja á perunni:

Davíð er að reyna að ná í mig!

Þið vitið út af hverju.

Þessvegna hef ég orðið að fara svolítið huldu höfði um tíma ,alveg eins og sumir kollegar mínir í bransanum.Salman Rushdie eða sænski teiknarinn ,sem  teiknaði  höfuð spámannsins á hundsskrokk ,um daginn.En svona er bara bransinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jonni á Uppsölum

Höfundur

Jóhann Jóhannsson
Jóhann Jóhannsson
Sjómaður og afi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 11015

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband