Að vera eða ekki vera....

 

Ég held að ég sé að breytast í kellingu!

Þetta er annað kvöldið í röð þar sem ég sit og horfi á tollinn minn frá Norge og langar samt ekki í. Fyrir bara örfáum árum,hefði maður verið búinn að opna bauk,strax eftir vaktina, hefði maður fengið „toll "svona óvænt.Og það að hafa svona „toll „mænandi á sig,kvöld eftir kvöld og gera ekkert í því er greinilegt veikleikamerki .Það er einhvernveginn hlaupinn í mann einhver andskotans kisugangur.Það er auðvitað bannað að hafa áfengi um hönd um borð ,en ef ég hefði verið nokkrum árum yngri hefði ég samt hjólað í málið. Og fengið mér bauk...Á frívaktinni.Og ef það hefði komist upp, hefði ég  bara sagt Sturlu að Heimir,kollegi og klefafélagi,hafi spanað mig.Og málið sennilega dautt ,vegna þess að Heimir er svo mikill ljúflingur að það er bara ekki hægt að vera reiður við hann .Sem sé  ......Fyrir bara örfáum árum.... hefði ég.  En ég  átti bara aldrei toll þegar ég var og hét.Svo þetta er nú bara eitthvað sem ég held .En núna þegar tækifærið hrekkur svona upp í hendurnar á mér...ja.

Ætli þessi ósköp endi ekki með því að maður pissi sitjandi!

 

P.S Í guðanna bænum farið þið nú ekki að kalla mig karlrembusvín eða pungrottu.

Maður tekur bara svona til orða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeminn, á dauða mínum átti ég nú von..

.. samt ekki. Mér skilst að maður taki bara svona til orða. Eins þetta með dauðar lýs og eitthvað.. hef ekki svo ég muni nokkurn tíma fengið lús, hvað þá að þeir hrynji dauðar úr höfðinu á mér.  

Annars er allt gott og kalt hérna heima, og er ekki frá því að ég sé farin að hlakka til að hrista pakka á jólunum. Því jújú, það styttist. Okkur heilsast vel, sníkjudýrinu þó örugglega mun betur en mér. Hlakka til að sjá þig!

...og lesa meira um ykkur félagana. Þið finnið ykkur þó allavega eitthvað til dundurs á dallinum. ;) 

alfa (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 19:28

2 identicon

Alfa mín!

Ef maður er t.d alvöru femínisti ,þá á maður að hatast við kalla sem tala um að þeir séu að breytast í kellingar!

Skilaðu kveðju í naflann á þér frá afa!Og til Lúlla.

Kv Pápi

jonni (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 20:42

3 identicon

Þú hefur nú alltaf verið óttaleg kelling gamli minn;) Nei djók, bara að reyna að vera fyndin sem tekst sjaldan þar sem ég virðist ekki hafa fengið þau gen Það er allt gott frá okkur. Strákarnir eins og venjulega, snælduvitlausir og óviðráðanlegir og að gera mig gráhærða langt fyrir aldur fram og ýmislegt að gerast hjá mér sem þú ert sjálfsagt búin að frétta Og aðalvinnan mín þessa dagana að er að tryggja það að púkinn í stóru bumbunni á Ölfu fái einhverja næringu. Held að Lúlli mætti fara að endurskoða aðeins sitt hlutverk;) Haltu áfram að blogga, þá fær maður að vita eitthvað af þér:)

Hulda (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 17:46

4 identicon

Hulda mín.Þeir eru bara frískir kallarnir!Sendu mér svo nánari fréttir í mail!

Hákarlaknús frá afa!

Kv

Pápi

jonni (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 04:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jonni á Uppsölum

Höfundur

Jóhann Jóhannsson
Jóhann Jóhannsson
Sjómaður og afi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband